Heilinn og afleiðingar heilaskaða. Fyrir almenning. I
Þessi blöðungur er viðleitni til að auka skilning á starfsemi heilans og afleiðingum
mismunandi tegunda heilaskaða. Í öðrum blöðungi verður rætt um einkenni
einstaklings og veittar leiðbeiningar og bjargráð sem eru nýtileg þeim með
heilaskaða og þeirra nánustu.
Heilinn er stjórnstöð líkamans. Heili manns er um 1,5 kg. Hann er gerður úr 86
milljarða taugafrumna og annað eins af öðrum tegundum frumna (aðallega glia
frumum) sem einnig taka þátt í starfsemi heilans.
Fjöldi fólks á jörðu er 7,5 milljarður.
Stjörnur vetrarbrautar eru taldar vera 2-400 milljarðar.
Hver taugafruma tengist tugum þúsunda annarra frumna með taugafrumutengslum.
Þessar frumur mynda netverk sem vinna saman og stjórna hreyfingu, skynjun, tali,
tilfinningum og hegðun.
Skipting heilans. Heilanum er skipt í 2 heilahvel, þar sem hægra hvel stýrir vinstri
líkamshluta og vinstra heilahvel stýrir þeim hægri. Í vinstra heilahveli er málstöð
flestra sem eru rétthentir.
Myndin sýnir grófa skiptingu á starfsemi heilans.
Stóri heili skiptist í 5 blöð. Tilfinningablað er miðlægt – tilfinningar
Hvað er heilaskaði?- Heilaskaði er truflun á eðlilegri starfsemi heilans. Truflunin getur
verið vegna skemmda eða truflaðrar starfsemi heilafrumna.
Hvað veldur heilaskaða? - Orsök heilaskaða getur
verið af ýmsum toga eins og höfuðhögg, heilablóðfall,
æxli, sýking eða aðrir sjúkdómar. Er tekið er tillit til
þessara orsaka verður heilaskaði ein algengasta
ástæða fötlunar í heiminum.
Heilinn er 2% af þyngd líkamans en þarf 20% af blóðflæði hjartans.
Ætti ég að hitta lækni/fagfólk? - Heilaskaði hefur í reynd áhrif á alla þætti í lífi fólks.
Breytingar verða á einstaklingi og getur trufluð starfsemi í einhverjum af 5 blöðum
heilans valdið mismunandi einkennum. Samskipti og hlutverk í fjölskyldu breytast og
þeir sem eru nánir einstaklingi með heilaskaða þurfa að aðlagast breytingunum.
Endurbati eftir heilaskaða eru breytingar sem taka tíma. Aukin þekking og tækni
hefur bætt meðferðarmöguleikana. Ef gengur illa er mikilvægt að ræða málin og leita
stuðnings hjá fagfólki, heimilislækni eða hagsmunafélagi.
Dæmi um viðbrögð aðstandenda í kjölfar heilaskaða:
- Stig 1. Allir eru fegnir að viðkomandi lifði af slysið eða veikindin. Ekkert annað skiptir máli.
- Stig 2. Afneitun á vitrænni skerðingu, sem er augljós fagfólki. Að viðkomandi nái ekki fyrri heilsu getur valdið reiði út í meðferðaraðilana.
- Sig 3. Þremur til sex mánuðum frá skaða er vaxandi skilningur aðstandenda og aðlögun á aðstæðum. Þá er skilningur að skaði er til staðar og að einstaklingur er fékk heilaskaða er ekki eins og hann var áður.
- Stig 4. Sumir eru tilbúnir að taka þátt í félagslegri aðlögun sem gengur viðunandi. Nú reynir á þolinmæði aðstandenda og stuðning þeirra. Sumir gefast upp. Aðstandendur geta fengið streitueinkenni, þunglyndi og líkamleg einkenni.
Ólöf H Bjarnadóttir, tauga- og endurhæfingarlæknir Byggt á ýmsum upplýsingum, október, 2017.