Nýstofnað góðgerðarfélag sem er að undirbúa nýtt endurhæfingarúrræði fyrir fólk með hegðunarvanda eftir heilaskaða.

Heilabrot-Endurhæfing

Er nýstofnað góðgerðarfélag sem er að undirbúa nýtt endurhæfingarúrræði fyrir fólk með hegðunarvanda eftir heilaskaða. Hegðunarvandi er algengt vandamál eftir heilaskaða og getur birst sem óviðeigandi hegðun, skortur á framtakssemi, mótþrói, sjálfskaðandi hegðun og jafnvel ofbeldi. Hegðunarvandi hefur áhrif á alla þætti endurhæfingar og tefur eða kemur í veg fyrir endurkomu fólks í samfélagið. Fram til þessa hefur ekkert meðferðarúrræði verið í boði fyrir fólk í þessari stöðu hér á landi. Heilbrot stefnir á að bóða upp á atferlistengda endurhæfingarmeðferð (neurobehavioral rehabilitation) sem gefið hefur góða raun erlendis og gerir ráð fyrir að hefja starfsemi á næstu mánuðum. Klínísk stjórn meðferðarinnar verður í höndum Karls Fannars Gunnarssonar, yfirmanns atferlistengdrar endurhæfingarmeðferðar við West Park Healthcare Centre í Toronto, Dr. Zuilmu Gabrielu Sigurðardóttur, prófessors við Háskóla Íslands, Dr. Berglindar Sveinbjörnsdóttur, lektors við Háskólann í Reykjavík og Dr. Ellu Bjartar Teague, yfirsálfræðings hjá Reykjalundi.
Heilabrot gerir ráð fyrir að reka meðferðarsetur þar sem þrír til fimm einstaklingar dvelja allan sólarhringinn á meðan endurhæfingu þeirra stendur en endurhæfing getur tekið allt frá nokkrum mánuðum upp í nokkur ár. Starfsemin er enn í undirbúningi en ef fólk vill fá nánari upplýsingar um meðferðina getur það haft samband við talsmann félagsins Emil Harðarson með því að senda tölvupóst á emil@heilabrot.com

Hér er líka linkur á nýlega frétt hjá bbc um gagnsemi svona endurhæfingarmeðferðar.

https://www.bbc.com/news/stories-45679274

Byron Schofield með meðlimum af endurhæfingarteymi hans

Byron Schofield með meðlimum af endurhæfingarteymi hans



Fræðsla Hugarfar! (nýtt efni)

Smári og Ólöf ætla að halda aðra fræðslu um heilann og
áhrif heilaskaða fyrir okkur í Hugarfar.

Umsjón:
Smári Pálsson sérfræðingur í klínískri taugasálfræði
Ólöf H Bjarnadóttir tauga- og endurhæfingarlæknir

Framhaldsfræðslan miðast við að auka skilning fólks enn frekar á heilanum og áhrifum heilaskaða á hann. Fjallað verður um mismunandi orsakir heilaskaða og algengustu einkenni heilaskaða eins og truflun á athygli, minni, skipulagi og ýmsum flóknari þáttum hugsunar sem heilinn stýrir. Einnig verður farið inn á innsæi, breytta hegðun og andlega líðan.
Fræðslan verður haldin 9., 16. & 23. maí klukkan 17:30-18:30 í húsakynnum Hugarfars, Sigtúni 42

Vert er að taka fram að um framhaldsfræðslu er að ræða en þó sé ekki þörf á að hafa lokið grunnfræðslu til að taka þátt í þessari.
Fræðslan er ætluð einstaklingum með heilaskaða og aðstandendum þeirra, sem og öðrum sem vilja öðlast meiri skilning á þeim einkennum sem einstaklingar með heilaskaða eru að glíma við. 

Verð fyrir öll þrjú skiptin (9., 16. og 23.) er 8.000 kr. fyrir félagsmeðlimi Hugafar sem greitt hafa félagsgjöld.

Fræðslan kostar 16.000 kr. fyrir aðra. Að skrá sig í félagið kostar svo litlar 5.000 kr sem renna til félagsstarfssins

Athygli er vakin á því að hægt er að skrá sig í félagið og greiða félagsgjöld áður en greitt er fyrir fræðsluna. Félagsgjöld eru 5.000 kr. á ári, svo þetta yrði (5.000 kr Félagsgjöld + 8.000 kr skráningargjöld = 13.000 kr.)

Það má taka einn fjölskyldumeðlim með sér, sé sá einstaklingur einnig skráður í félagið 🙂

Hægt er að skrá sig í félagið með því að senda póst á hugarfar@hugarfar.is og staðfesta skráningu með því að millifæra á reikninginn hér að neðan.

Óskum eftir að fólk millifæri námskeiðsgjald á neðangreindan reikning fyrir 1. maí:

Rkn: 0135-26-070520
kt: 490307 0520

Námskeiðið kostar 16.000 kr
Fyrir félagsmeðlimi kostar það 8.000 kr
Skráningargjald í félagið er 5.000 kr

Aðstandendahópar skipulagðir á fyrsta miðvikud. í hverjum mánuði

Það gleður okkur mjög að tilkynna að aðstandendahópur Hugarfars byrjar miðvikudagskvöldið 5. september nk. kl. 17-18,30 og verður fyrsta miðvikudagskvöld í hverjum mánuði í Sigtúni 42.

Kristín B. Michelsen, fyrrv. formaður Hugarfars og ein af stofnendum félagsins heldur utan um hópinn. Kristín er einnig aðstandandi.

Skráning í hópinn fer fram á hugarfar@hugarfar.is – og er fullum trúnaði heitið. Aðstandendur búa yfir reynslu sem þeir geta deilt með hvert öðru, fundið styrk og stuðning hjá jafningjum þeirra sem standa eða hafa staðið í sömu sporum.

Aðstandendahópur Hugarfars er sjálfshjálpar hópur, þarna mætir fólk til þess að styðja við bakið hvert á öðru.

Allt sem fer fram í aðstandendahópum Hugarfars er í fullum trúnaði og á það við alla.
Virðum þagnarskyldu og höldum öllum umræðum innan hópsins.

Saman erum við sterkari.

Félagið aftur komið á fullt!

Nú er Hugarfar komið úr sumarfríi og er búið að vera að skipuleggja næsta ár.

Við erum að pæla í að prófa að vera með opna jafningjafundi annað hvert þriðjudagskvöld og áfram alla föstudaga milli 13-14 ?

Jafningjafundir er grundvöllur fyrir fólk að geta komið, hist og spjallað, deilt reynslu og fundið stuðning frá jafningjum og fólki sem er eða hefur gengið í gegnum það nákvæmlega sama.

Einnig væri gott ef ykkar aðstandendur hafa áhuga á að koma í aðstandendahóp að endilega senda mér línu á hugarfar@hugarfar.is en mikil eftirspurn hefur verið um það.

Ég kem til með að sjá um hópanna til að byrja með og Guðrún Harpa formaður Hugarfars um stelpu-hópanna eitthvað í haust.

Einnig mun ég halda áfram að taka á móti fólki í einstaklingsviðtöl eftir samkomulagi og verð einnig við á skrifstofutíma mánudaga og föstudaga frá 9-14 frá og með næstu viku.

Okkur bráðvanar líka gjaldkera í félagið svo okkur þætti mjög vænt um ef þið gætuð spurt fólk í kringum ykkur sem gæti tekið það að sér svo við í féalginu getum haldið áfram ótrauð.

Hlakka til að sjá ykkur öll bráðum :)

kv. Stefán John, verkefnastjóri Hugarfars

Starfshópur skipaður í að greina stöðu þjónustu við fólk með ákominn heilaskaða!

Hugarfar hefur unnið streitulaust undanfarin ár að vekja athygli á málefnum fólks með ákominn heilaskaða.
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra hefur eftir fund Hugarfars, Fagráðs um heilaskaða og fulltrúa helstu endurhæfingastofnana landsins skipað starfshóp sem falið er að greina stöðu þjónustu við þennan hóp og gera tillögur til úrbóta eftir því sem þörf krefur.

Margra ára vinna okkar allra hefur nú loks skilað árangri.

Saman erum við sterkari.

Nánari upplýsingar má lesa í grein stjórnarráðsins:
https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2018/06/11/Starfshopur-um-akominn-heilaskada/

 

Starfshopurskipadur