Smári og Ólöf ætla að halda aðra fræðslu um heilann og
áhrif heilaskaða fyrir okkur í Hugarfar.
Umsjón:
Smári Pálsson sérfræðingur í klínískri taugasálfræði
Ólöf H Bjarnadóttir tauga- og endurhæfingarlæknir
Framhaldsfræðslan miðast við að auka skilning fólks enn frekar á heilanum og áhrifum heilaskaða á hann. Fjallað verður um mismunandi orsakir heilaskaða og algengustu einkenni heilaskaða eins og truflun á athygli, minni, skipulagi og ýmsum flóknari þáttum hugsunar sem heilinn stýrir. Einnig verður farið inn á innsæi, breytta hegðun og andlega líðan.
Fræðslan verður haldin 9., 16. & 23. maí klukkan 17:30-18:30 í húsakynnum Hugarfars, Sigtúni 42
Vert er að taka fram að um framhaldsfræðslu er að ræða en þó sé ekki þörf á að hafa lokið grunnfræðslu til að taka þátt í þessari.
Fræðslan er ætluð einstaklingum með heilaskaða og aðstandendum þeirra, sem og öðrum sem vilja öðlast meiri skilning á þeim einkennum sem einstaklingar með heilaskaða eru að glíma við.
Verð fyrir öll þrjú skiptin (9., 16. og 23.) er 8.000 kr. fyrir félagsmeðlimi Hugafar sem greitt hafa félagsgjöld.
Fræðslan kostar 16.000 kr. fyrir aðra. Að skrá sig í félagið kostar svo litlar 5.000 kr sem renna til félagsstarfssins
Athygli er vakin á því að hægt er að skrá sig í félagið og greiða félagsgjöld áður en greitt er fyrir fræðsluna. Félagsgjöld eru 5.000 kr. á ári, svo þetta yrði (5.000 kr Félagsgjöld + 8.000 kr skráningargjöld = 13.000 kr.)
Það má taka einn fjölskyldumeðlim með sér, sé sá einstaklingur einnig skráður í félagið 🙂
Hægt er að skrá sig í félagið með því að senda póst á hugarfar@hugarfar.is og staðfesta skráningu með því að millifæra á reikninginn hér að neðan.
Óskum eftir að fólk millifæri námskeiðsgjald á neðangreindan reikning fyrir 1. maí:
Rkn: 0135-26-070520
kt: 490307 0520
Námskeiðið kostar 16.000 kr
Fyrir félagsmeðlimi kostar það 8.000 kr
Skráningargjald í félagið er 5.000 kr