Algengar spurningar varðandi mögulegan heilaskaða
Höfuðverkur
Hefurðu haft meiri höfuðverki eftir slysið eða skaðann?
Já
Nei
Hefurðu haft höfuðverk í framanverðu höfði eða gagnaugum?
Já
Nei
Hefurðu haft höfuðverk í hnakka (stundum byrjar höfuðverkur aftan til í höfði og færist fram)?
Já
Nei
Hefurðu ítrekað haft mikinn sársauka (eins og stunginn) inni í höfðinu sem hefur varað frá nokkrum sekúndum til nokkurra mínútna?
Já
Nei
Minni
Hefur þér fundist minni þitt versna eftir slysið eða áfallið?
Já
Nei
Hefur þú tilhneigingu til að gleyma því sem fólk sagði þér fyrir um 15 til 30 mínútum síðan?
Já
Nei
Hefur fólk í kringum þig bent á að þú sért að spyrja ítrekað um sama hlutinn?
Já
Nei
Átt þú erfitt með að muna það sem þú ert nýbúinn að lesa?
Já
Nei
Að finna orð
Áttu í erfiðleikum með að finna rétt orð (veist hvað þú ætlar að segja en finnur ekki réttu orðin)?
Já
Nei
Þreyta
Þreytist þú fyrr og við minni áreynslu en áður (andlega og/eða líkamlega)?J
Já
Nei
Eykst þreytan eftir því sem þú þarft meira að hugsa eða í aðstæðum sem reyna á þig andlega?
Já
Nei
Þreytist þú fljótt í umhverfi sem er með hávaða eða erilsamt (finnst það yfirþyrmandi að vera t.d. í erilsamri verslun eða innan um börn með læti)?
Já
Nei
Breytingar á geðslagi
Hefurðu meiri tilhneigingu til að pirrast eða reiðast en áður (gerist snöggt)?
Já
Nei
Eftir áfallið, hefurðu meiri tilhneigingu til að gráta eða finna fyrir depurð?
Já
Nei
Breyting á svefni
Vaknar þú oft upp á nóttunni eða snemma morguns?
Já
Nei
Vaknar þú fyrir allar aldir (milli 4:00 og 5:00) og getur ekki sofnað aftur?
Já
Nei
Hvatvísi
Lendir þú í að taka lítt ígrundaðar eða fljótfærar ákvarðanir (segja hluti án þess að hugsa, jafnvel sem geta sært aðra; keypt hluti að vanhugsuðu máli)?
Já
Nei
Einbeiting
Áttu í erfiðleikum með að einbeita þér (t.d. að því sem þú er að gera)?
Já
Nei
Truflun
Truflast þú auðveldlega (t.d. missir þráðinn við það sem þú varst að gera ef einhver kemur og truflar þig)?
Já
Nei
Skipulagning
Áttu í erfiðleikum með að skipuleggja þig eða að ljúka verkefni (t.d. hlaupa yfir atriði í uppskrift eða byrja á mörgum verkefnum án þess að ljúka þeim)?
Já
Nei
_______________
Samtals jákvæð svör.
Ef jákvæð svör eru fimm eða fleiri þá er mælt með að leitað sé til heimilislæknis eða annars sérfræðings til nánara álits.
Spurningalisti frá Dr. Glen Johnson taugasálfræðingi og birt með hans leyfi. Tekið af vefsíðunni www.tbiguide.com. Snarað yfir á íslensku 2007.