Aðalfundur Hugarfars 8. maí 2018 kl 19:00

Kæru félagar!

 

Aðalfundur Hugarfars verður haldinn þriðjudaginn 8, maí nk. kl. 19 í húsakynnum féalgsins við Sigtún 42

Við hvetjum fólk eindreigið til að gefa kost á sér til stjórnar en brýn þörf er td. á gjaldkera fyrir félagið.

Fólk sem ekki er með ákominn heilaskaða, aðstandendur og aðrir eru sérstaklega hvattir til að bjóða sig fram
svo viðhorf stjórnar njóti sjónarhorna sem flestra er málin snerta.

Dagskrá aðalfundar:

  • Kosning fundarstjóra

  • Skýrsla stjórnar
  • Reikningar félagsins
  • Lagabreytingar
  • Kosningar í stjórn:
  • Kosning gjaldkera
  • Kosning varaformanns
  • Kosning ritara, Hjörtur Pálmi Guðmundsson gefur áframhaldandi kost á sér.
  • Kosning Meðstjórnanda, Kristofer Auðunsson gefur áframhaldandi kost á sér
  • Félagsgjöld
  • Önnur mál

*Hér undir er tillaga að lagabreytingum og hvetjum við alla til að kynna sér skjalið fyrir aðalfundinn.

Einnig óskum við eftir að þeir sem vilja gefa kost á sér til stjórnar sendi okkur skilaboð á hugarfar@hugarfar.is fyrir miðnætti 24. apríl nk.

Vonum að fólk sýni áhuga á að koma í stjórn og hvetjum við alla til að ræða við sitt fólk, aðstandendur ofl.

Kærar kveðjur,
Stjórn Hugarfars

 

Fyrir aðalfund Hugarfars 8. maí nk. liggja fyrir eftir farandi tillögur að lagabreytingum:

4. gr

Stjórn félagsins skal skipuð að lágmarki 3 einstaklingum og að hámarki 5
Æskilegt er að jöfn skipting sé í stjórn meðal fólks með ákominn heilaskaða, aðstandenda, áhugafólks um málefnið og/eða fagaðila
svo viðhorf stjórnar njóti sjónarhorna sem flestra er málin snerta.
Jafnframt er æskilegt að kynjaskipting sé jöfn.

Meðal stjórnarmanna í 3. Manna stjórn skulu 3 hlutverk skilgreind:

1.       formaður stjórnar
2.      Ritari/ varaformaður
3..      Gjaldkeri

Meðal stjórnarmanna í 5. Manna stjórn skulu 4 hlutverk skilgreind:
1.       formaður stjórnar
2.       varaformaður
3..      Ritari
4.       Gjaldkeri

Aðrir stjórnarmenn gegna hlutverki meðstjórnenda ellegar hafa skilgreind hlutverk. 
Fagráð um heilaskaða skipar einn tengilið við stjórn og annan sem varamann.
Stjórnin er skipuð til tveggja ára í senn.

Formaður og einn meðstjórnandi eru kosnir annað hvert ár
 en hitt árið er gjaldkeri, ritari og varaformaður kosinn

Stjórnin skiptir með sér verkum þannig:

Formaður er málsvari félagsins, boðar til stjórnarfunda og sinnir málefnum félagsins á milli funda.

Ritari  ritar fundargerðir, bréf og varðveitir lög félagsins,
Varaformaður sinnir formannsstarfum við forföll formanns.
Gjaldkeri sér um fjármál félagsins og heldur utan um félagatal.  

Tengiliður Fagráðs um heilaskaða tryggir samráð á milli stjórnar og Fagráðs um heilaskaða.

Reikningar skulu skoðaðir af löggiltum endurskoðanda.

 

Nú eru bæklingarnir frá fræðslu Smára og Ólafar komnir á heimasíðuna!

Hægt er að nálgast alla fjóra bæklingana undir "Fræðsla" flipanum á forsíðunni eða á linkunum hér undir.

Bæklingarnir eru:

Bæklingur 1:
Heilinn og afleiðingar heilaskaða. Fyrir almenning. I

Bæklingur 2:
Heilinn breytir sjálfum sér. Fyrir almenning. II

Bæklingur 3:
Heilaskaði - einkenni og ráðleggingar. Fyrir almenning III

Bæklingur 4:
Tilfinningaleg vandamál og breytingar á geðslagi eftir heilaskaða. IV


Bæklingarnir voru búnir til af Smára Pálssyni og Ólöfu H Bjarnardóttur og eru birtir hér á heimasíðunni með leyfi þeirra

Skráning á fræðslu Smára og Ólafar í mars hafin!

Í þessari fræðslu verður fjallað um heilann og áhrif heilaskaða á hann.
Hún er því hugsuð fyrir þá sem komust ekki á síðustu fræðslu um þetta efni hjá okkur (Í okt/nóv 2017).

Framhaldfræðslan er enn á skipulaginu hjá okkur, en nánari upplýsingar um hana koma síðar.

Hægt er að skrá sig á fræðsluna rafrænt og fylgjast þannig með henni á netinu!
Ef sú leið er valin fær viðkomandi sendan link sem hann smellir á og getur þá fylgst með námskeiðinu.
Þessi leið er algjörlega á ábyrgð hvers og eins og við mælum frekar með að fólk mæti á staðinn.
Þeir sem velja að horfa á netinu þurfa að gera það algjörlega á eigin ábyrgð og hafa að einhverju leyti reynslu af því, t.d. er ráðlagt að opna linkinn frekar í Internet explorer en einhverjum öðrum vafra útaf innbyggðum stuðningi (sem er hægt að bæta við í öðrum browserum með auka veseni). Auðveldar uppsetningu.

Umsjón:
Smári Pálsson sérfræðingur í klínískri taugasálfræði
Ólöf H Bjarnadóttir tauga- og endurhæfingarlæknir
 

Fræðslan miðast við að auka skilning fólks á heilanum og áhrifum heilaskaða á hann. Fjallað verður um mismunandi orsakir heilaskaða og algengustu einkenni heilaskaða eins og truflun á athygli, minni, skipulagi og ýmsum flóknari þáttum hugsunar sem heilinn stýrir. Einnig verður farið inn á innsæi, breytta hegðun og andlega líðan.

Fræðslan verður haldin 1, 8, 15 og 21. mars klukkan 17:30-18:30 í húsakynnum Hugarfars, Sigtúni 42

Fræðslan er ætluð einstaklingum með heilaskaða og aðstandendum þeirra, sem og öðrum sem vilja öðlast meiri skilning á þeim einkennum sem einstaklingar með heilaskaða eru að glíma við. Smári og Ólöf hafa margra ára reynslu við greiningu og meðferð heilaskaða.

Verð fyrir öll fjögur skiptin er 8.000 kr. fyrir félagsmeðlimi Hugafar sem greitt hafa félagsgjöld.
Fræðslan kostar 16.000 kr. fyrir aðra. Að skrá sig í félagið kostar svo litlar 5.000 kr sem renna til félagsstarfssins og er möguleiki að skrá sig í félagið og kaupa námskeiðið á félagsmeðlimagjaldinu.

Athygli er vakin á því að hægt er að skrá sig í félagið og greiða félagsgjöld áður en greitt er fyrir fræðsluna. Félagsgjöld eru 5.000 kr. á ári (Félagsgjöld (5.000 kr)+skráningargjöld (8.000 kr) = 13.000 kr.)
 

Hægt er að skrá sig í félagið með því að senda póst á hugarfar@hugarfar.is eða haka við í skráningarforminu á fræðsluna hér að ofan og staðfesta skráningu með því að millifæra á reikninginn hér að neðan.

Óskum eftir að fólk millifæri námskeiðsgjald á neðangreindan reikning fyrir  1. mars:
Rkn: 0135-26-070520
kt: 490307 0520

Hugarfar orðið hluti af Stuðningsnetinu!

Það er okkur sönn ánægja að Hugarfar sé eitt af þeim 14 sjúklingafélögum sem eru hluti af Stuðningsnetinu.

Það getur verið hjálplegt að ræða við einhvern sem hefur gengið í gegnum svipaða reynslu og þú ert að ganga í gegnum, einhvern sem hefur þann skilning sem einungis fæst með því að upplifa hlutina sjálfur. Stuðningsnetið byggir á fyrirmynd frá Krafti stuðningsfélagi fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra.
Sjúklingafélögin hafa aðlagað námsefni og stuðningsferli að ólíkum sjúkdómum/sjúklingahópum.

Frekari upplýsingar um félagið má sjá á heimasíðu þeirra:

www.studningsnet.is

 

safe_image.php.png
safe_image2.php.png
safe_image3.php.png

Skorað á ráðherra til að bæta þjónustu þeirra sem eru með heilaskaða

(frá vinstri) Þórunn, Guðrún, Jónas, Stefán, Smári og Guðrún réttu Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, áskorun 20.12.17 varðandi að bæta úrræði fyrir þá 80-90% af þeim 1000-1500 sem hljóta heilaskaða á hverju ári án greiningar, meðferðar og eftirfylgni.

Í bréfinu var m.a. bent á að ekki væri nein heildstæð stefna í málaflokknum, færri en þyrftu komast að hjá þeim úrræðum sem við höfum í boði (Reykjalund og Grensás).
Engin langtímaúrræði er í boði, en það veldur að þeir sem þyrftu svoleiðis hljóta oft félagslegar afleiðingar, eins og einangrun og andlega vanlíðan í kjölfar heilaskaða.
Ennfremur var skorað á ráðherra að skipa nefnd til að vinna að heildarstefnumótun í þessum málum, varðandi hvernig þetta ferli ætti að vera, fjármagn og tilheyrandi til að við komumst mögulega með tærnar þar sem mörg/flest önnur lönd hafa hælana í þessum málum.

Afhending til ráðherra.jpg

Félagsfundur Hugarfars 5.12.17

Félagsfundur var haldinn þriðjudaginn 5. Desember sl. að húskynnum Hugarfars við Sigtún 42
Fundarstjóri var Smári Pálsson, taugasálfræðingur og tengiliður Hugarfars við Fagráð.

 

Í megindráttum var útkoma fundarins eftirfarandi:
Byrjað var á að fara yfir bréf sem sent var til hæstvirrtar Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra um knýjandi þörf á bættri þjónustu við fólk með ákominn heilaskaða á Íslandi.
Bréfið var lesið upp og varpað á skjá en það var unnið af Hugarfari í samvinnu við Fagráð, Grensás, Reykjalund, Virk og Barnaspítala Hringsins.

 

Ráðning verkefnastjóra Hugarfars.
Stefán John Stefánsson var formlega ráðinn til starfa sem verkefnastjóri Hugarfars til þarnæsta aðalfundar Hugarfars, sem haldinn verður eigi síðar en í apríl 2019.
Stefán hefur í um ár sinnt starfinu í sjálfboðavinnu og þar áður náið með síðasta verkefnastjóra, Dís Gylfadóttur.
Stefán er tveggja barna faðir, í sambúð, lærður félagsliði og hefur í tæpann áratug starfað náið með breiðum hópi fólks með ólíkar fatlanir. Stefán hlaut heilaskaða við vinnuslys árið 2015.
Hann er einnig fyrrverandi ritari og varaformaður Hugarfars og ætti að vera flestum félagsmönnum vel kunnur.

 

Þóknun formanns fyrir vinnu sína utan venjulegra stjórnarstarfa
Tillaga frá fyrrverandi gjaldkera á síðasta aðalfundi var að formaður skildi vera á föstum launum fyrir störf sín enda mikið álag verið á formanni í baráttumálum á undanförnum mánuðum og einnig framundan en slíkt hefur einnig færst í aukanna hjá öðrum aðildarfélögum.
Leynileg kosning var haldin og tillagan samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta.

Báðar kosningar voru haldnar eftir að ítarlega var farið yfir rekstraráætlun og fjárhag félagsins.

Sökum tímaleysis var ekki hægt að fara yfir fleiri mál á þessum fundi.

Saman erum við sterkari.

Fundarritari: Stefán John

Fundur með VIRK

Á dögunum fóru þau Guðrún Harpa, formaður Hugarfars og Stefán John, verkefnastjóri á fund með VIRK og áttu þau gott spjall um stöðu fólks með ákominn heilaskaða á Íslandi og sammála um að heildstæða stefnu þurfi fyrir þennan hóp.
Einnig tóku þau á móti styrk upp á 500.000 kr. sem á eftir nýtast vel í frekari uppbyggingu á starfinu, vitundarvakningu almennings, fræðslur, forvarnir og jafningja- og aðstandendahópa og erum við innilega  þakklát þeim og hlökkum til að starfa náið með VIRK í framtíðinni að bættum úrræðum fyrir okkar hóp.

VIRK.JPG