Fyrsta hugmynd að merki félagsins
Árið 2002 fékk Erling Smith tæknifræðingur og félagar hans sem þá voru sjúklingar á Reykjalundi þá hugmynd að stofna félag fyrir fólk með heilaskaða. Erling datt nafnið Hugarfar í hug og hann tók til við að hanna merki félagsins sem sýnir fjölskyldu þar sem einn fjölskyldumeðlimur er með heilaskaða og hinir halda verndandi höndum utan um hann.
Þegar síðan kom að því að félagið var stofnað þann 21. febrúar 2007 tók Erling þátt í stjórnarstörfum félagsins og lagði fram hugmyndir sínar að nafni og merki félagsins og voru góðar undirtektir með að nota hvort tveggja. Síðan kom í ljós að merkið sem Erling hannaði hentaði ekki nógu vel sem logo og var því tekið til við að hanna merki sem var einfaldara að sniðum.
Draumur Erlings er að láta smíða merkið sem hann hannaði sem silfurhálsmen og vonum við að af því geti orðið í náinni framtíð.
Við sem erum félagar í Hugarfari þökkum því Erling Smith kærlega fyrir þetta táknræna nafn og merki sem á eftir að taka sig vel út sem hálsmen.
Hér fyrir neðan má sjá hvernig merki félagsins er í dag.