Starfshópur skipaður í að greina stöðu þjónustu við fólk með ákominn heilaskaða!

Hugarfar hefur unnið streitulaust undanfarin ár að vekja athygli á málefnum fólks með ákominn heilaskaða.
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra hefur eftir fund Hugarfars, Fagráðs um heilaskaða og fulltrúa helstu endurhæfingastofnana landsins skipað starfshóp sem falið er að greina stöðu þjónustu við þennan hóp og gera tillögur til úrbóta eftir því sem þörf krefur.

Margra ára vinna okkar allra hefur nú loks skilað árangri.

Saman erum við sterkari.

Nánari upplýsingar má lesa í grein stjórnarráðsins:
https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2018/06/11/Starfshopur-um-akominn-heilaskada/

 

Starfshopurskipadur