Ráðstefna í Austurríki 2011

Dagana 23–26.feb. 2011 var haldin ráðstefna í Austurríki sem Evrópusamtök fólks með heilaskaða (BIF) stóð fyrir. Ráðstefnan var vel sótt bæði af fólki með heilaskaða, aðstandendum og líka fagfólki.

Vinnufundir voru m.a. á ráðstefnunni og eru meðfylgjandi niðurstöður eins slíks vinnuhóps er varðar endurhæfingu. 

Niðurstaða hugmyndasöfnunar:

  • Reglulegir fundir (skiptast á reynslu, safna nýjum hugmyndum, hlusta á fyrirlestur um viðeigandi efni ...)
  • Gönguferðir
  • Námshringir ( hópar sem er stýrt, óformleg menntun, undirbúnir fundi um sérstök efni / starfsemi)
  • Vikuleg viðfangsefni (samtal í erlendum tungumálum, keila, billiard, minigolf, dans, tónlist, leikir, umræður ...)
  • Dagleg samverustund í endurhæfingarstöð
  • Upplýsingaöflun / svo sem sjálfshjálparteymi á vefsíðum læknasamfélagsins
  • Eigið fréttablað
  • Fjáröflun m.þ.a. halda basara eða sölubássa á markaðstorgum, tónleika eða aðrar góðgerðarsamkomur

 

Formaður fór á fund BIF í október sl. og heyrði þar og sá að önnur lönd í Evrópu eru að berjast við sömu hindranir en eru lengra komin er varðar endurhæfingu fólks með heilaskaða.

 Eitt fremsta baráttumál Hugarfars er að hér verði hægt að fá endurhæfingu við hæfi fyrir hvern og einn einstakling.

Share