Í hópinn voru skipuð:
Guðrún Sigurjónsdóttir formaður,
Haukur Örvar Pálmason, tiln. af Landspítala,
Smári Pálsson, tiln. af VIRK starfsendurhæfingarsjóði,
Guðrún Karlsdóttir, tiln. af Reykjalundi,
Jónas G. Halldórsson, tiln. af Fagráði um heilaskaða,
Líney Úlfarsdóttir, tiln. af Sambandi íslenskra sveitarfélaga,
og Guðrún Harpa Heimisdóttir, tiln. af Hugarfari.
Hugarfar, samtök fólks sem orðið hefur fyrir heilaskaða og sérfræðingar sem sinna þessum hópi þjónustu hafa á liðnum árum bent á að bæta þurfi greiningu og skráningu á heilaáverkum. Í ljósi þessa skipaði heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, starfshóp til að greina stöðu þjónustu sjúklinga með ákominn heilaskaða. Starfshópurinn hefur nú lokið störfum og skilað ráðherra skýrslu með tillögum sínum. Hinn þögli faraldur er titill skýrslunnar og er það mat starfshópsins að það þurfi að efla sérhæfða íhlutun, meðferð og stuðning við þá sem orðið hafa fyrir skaða af völdum heilaáverka. Mikilvægt er að innleiða úrræði til að mæta þeim afleiðingum sem fólk með heilaskaða glímir við, en þær geta verið fjölþættar, alvarlegar og langvarandi.